20.01.2026 | Frétt
Háskólinn á Hólum býður Dr. Eriku Berg hjartanlega velkomna, en hún er Fulbright-styrkþegi frá Bandaríkjunum og dósent í dýrafræði við North Dakota State University. Erika mun starfa við hestafræðideildina frá janúar til júní 2026.
16.01.2026 | Frétt
Starfsemi Háskólans á Hólum er hafin að nýju eftir jólafrí. Nýverið kom samstarfsnefnd háskólastigsins saman, þar sem í fyrsta sinn funduðu allar sjö konurnar sem leiða íslenska háskóla.
07.01.2026 | Frétt
Fyrrum lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Sigríður Sigurðardóttir, var nýverið sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir mikilvægt framlag sitt til varðveislu torfbæja og annarra menningarminja.
05.01.2026 | Frétt
Epic Stays Erasmus er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem miðar að þróun hagnýts fræðsluefnis um rekstur og hönnun svokallaðrar epískrar gistingu sem byggir á nýtingu óhefðbundinna mannvirkja og rýma. Verkefninu er stýrt af Ferðamáladeild Háskólans á Hólum í samstarfi við fræðslu- og þróunaraðila í fimm Evrópulöndum.
01.01.2026 | Frétt
Starfsfólk Háskólans á Hólum óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum við fyrir allt gott á liðnu ári.
Hlökkum til ársins 2026 og það sem það mun hafa uppá að bjóða.
Nýárskveðja
Starfsfólk Háskólans á Hólum.